mánudagur, apríl 03, 2006

Gvendur á eyrinni!

Já ég skal sko segja ykkur það!!! Ég hef sko ekki verið að standa mig sem veðurfréttakona undanfarið hérna og ég veit að það hefur hryggt marga:S En ég er nú kannski ekki ein um það, þeir á stöð 2 hafa ákveðið að taka nýja konu inn þar í veðurfréttirnar, og hún er eitthvað voðalega stressuð greyið þegar hún er að tala. Svolítið skrítið svona þegar maður er farinn að venjast Sigga Storm því hann er svo líbó á því og hress alltaf í fréttatímanum. En hvað um það...

Það er þó skemmst frá því að segja að veðrið hefur lítið breyst undanfarið, svo þið kæru ímynduðu blogglesendur, hafið ekki misst af miklu:D Þetta blessaða montverður hefur verið viðloðandi síðustu daga með þessum líka hryllilega kulda........brrrrrrrrrrr..... En undur og stórmeki gerðust í dag í veðramálunum!! Jú jú ... haldiði að það hafi ekki snjóað bara HAH!! ó jú og þetta er heilagur sannleikur. Ég sem var að vonast til þess að veturinn væri búinn og að vorið væri að koma:S En neibb.. aldeilis ekki. En hvað sem því líður þá styttist nú í að veturinn taki enda, kýrnar fari að hlaupa um túnin og Lóan fer að syngja sinn undurfagra söng??

En svona áður en ég fer alveg með mig á þessu veðurblaðri hérna þá held ég að ég láti þetta gott heita í bili. Óver and át pípúl.

mánudagur, mars 27, 2006

Heil og sæl

Skóli skóli skóli...........alla daga. Allt að verða vitlaust. Brjálað að gera! eeeeeeeeeen það fer að styttast í páskafrí :D Jjibbi, en þá verur lítið frí, brjálað að gera líka. En hægt að borða slatta af súkkulaði.... ussssss... og alltaf sama montveðrið, það ætlar ekkert að láta á sér standa. Sami skítakuldinn, er það ekki bara hressandi?? Ég held að ég eigi eftir að vera í verulegum vandræðum með að finna eitthvað til þess að blaðra um hérna á hverjum degi í alveg heil 600 orð :S

miðvikudagur, mars 22, 2006

Blaður og daður??

Ég er búin að vera að hugsa um hvað ég get skrifað hérna á þetta blessaða skólablogg.... og dettur fátt í hug. Svo ég býst við því að það sem að verður skrifað hérna verði ansi innihaldslaust blaður um tjahhh..... ekki neitt bara:D Það gætu dottið inn lýsingar á veðri og öðru eins spennandi!! Sei sei segja sumir núna og mikil ástæða til þess að hoppa af kæti. Svo það er um að gera að sitja um þetta blogg og fylgjast spennt með framvindu mála:D

Vel á minnst það var aaaaaaaaaaaaaaansi kalt í dag! Svona ef það fór fram hjá einhverjum?? hmmm...hvað eigum við að giska á... held að það hafi verið nærri lagi að það hafi verið svona um það bil 30 stiga frost...blíðviðri engu að síður, sólin skein en það var nú bara svona allt í plati!! Bara svona til að sýnast, svona nokkurskonar montveður bara! Svona hei sjáið.... ógeðslega flott veður og sól, svo kemur maður út og neeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiii Gvendur minn.... það er líka skítakuldi... hí á þig!!

Annars tók þessi fyrsta veðurfærsla nokkuð á fyrir útbrunna heilabúið mitt svo ég held að ég láti þetta bara duga í bili, svona til þess að það fari nú ekki alveg yfir um:D Ég trúi því að þetta hafi kætt marga og verið mörgum að gagni... og magnþrungin spenna í loftinu fyrir næstu færslu... hvernig skyldi veðrið vera þá???

.......leiter...

Skólablogg!!

Yup.... komin með skólablogg líka...jeij!! Þá er bara spurning um hvort ég hafi eitthvað að segja, 600 orð á dag!! kemur skapinu í lag:D