mánudagur, apríl 03, 2006

Gvendur á eyrinni!

Já ég skal sko segja ykkur það!!! Ég hef sko ekki verið að standa mig sem veðurfréttakona undanfarið hérna og ég veit að það hefur hryggt marga:S En ég er nú kannski ekki ein um það, þeir á stöð 2 hafa ákveðið að taka nýja konu inn þar í veðurfréttirnar, og hún er eitthvað voðalega stressuð greyið þegar hún er að tala. Svolítið skrítið svona þegar maður er farinn að venjast Sigga Storm því hann er svo líbó á því og hress alltaf í fréttatímanum. En hvað um það...

Það er þó skemmst frá því að segja að veðrið hefur lítið breyst undanfarið, svo þið kæru ímynduðu blogglesendur, hafið ekki misst af miklu:D Þetta blessaða montverður hefur verið viðloðandi síðustu daga með þessum líka hryllilega kulda........brrrrrrrrrrr..... En undur og stórmeki gerðust í dag í veðramálunum!! Jú jú ... haldiði að það hafi ekki snjóað bara HAH!! ó jú og þetta er heilagur sannleikur. Ég sem var að vonast til þess að veturinn væri búinn og að vorið væri að koma:S En neibb.. aldeilis ekki. En hvað sem því líður þá styttist nú í að veturinn taki enda, kýrnar fari að hlaupa um túnin og Lóan fer að syngja sinn undurfagra söng??

En svona áður en ég fer alveg með mig á þessu veðurblaðri hérna þá held ég að ég láti þetta gott heita í bili. Óver and át pípúl.